Framtíðarlandið - grænt teboð

Held ég, að varla geti legið efi á, að nýtt grænt framboð til hægri í pólitísku litrófi íslenskra stjórnmála sé til þess fallið að marka sín spor í sögu þjóðarinnar. Það er bara til þess fallið að grafa undan öðrum framboðum sem hafa markað stefnu í þessum málum og komið þeim á dagskrá í stjórnmálaumræðunni. Og þar á ég ekki við græna fálka sjálfstæðisflokksins og nýjar ályktanir framsóknarflokksins.

Stefnu grandið, úlfúð andið, engum stoð,

fleyi strandið, flokka hnoð,

Framtíðarlandið – grænt teboð.


Trjáræktarsetur sjávarbyggða í Vestmannaeyjum

Á Alþingi í gær, var tekin til 2. umræðu þingsályktunartillaga um trjáræktarsetur í sjávarbyggðum í Vestmannaeyjum. Þetta þykir hið mesta þarfamál og kannski ekki vitlausara en hvað annað sem bryddað hefur verið upp á í byggðamálum.

Mér datt þetta í hug:

Sunnanmenn til sín taka létu,

sjávarbyggðum trárækt hétu.

þaraskóga  þekkja,

þöngulhausa blekkja,

í skóginum safn um Hans og Grétu.

 

 

Um tillöguna er hægt að fræðast hér


Valdastuðull stjórnarflokkanna í ríkisstjórnum Íslands 1963-2006

Stjórnmálaflokkar virðast öðlast mismikil völd eftir kosningar og stundum finnst manni sem þau séu í litlu samræmi við fylgi þeirra. Hvert er lýðræði við stjórnarmyndanir á Íslandi?

Á þessu tímabilinu 1963- 2006 hafa verið haldnar 12 kosningar á Íslandi og í áranna rás hafa komið fram fjölmörg framboð. Sum hafa náð nokkru fylgi en önnuð fengið minni hljómgrunn meðal kjósenda. Á myndinni má sjá fylgi stjórnmálaflokka og sérframboða á þessu árabili.

fylgi

Þegar kemur að stjórnarmyndun eru völd sem stjórnmálaflokkar öðlast, oftar en ekki í algjöru ósamræmi fylgi þeirra. Til að sýna þetta myndrænt bjó ég til mælieiningu sem ég kalla valdastuðul stjórnmálaflokka

V= R/K

þar sem R er hlutfall ráðherra í ríkisstjórn og K er kjörfylgi. Þetta lítur svona út myndrænt.

valdastuðull 

 

Ekki er tekið tillit til hvaða flokkur hlýtur forsætisráðuneytið og skekkir það auðvitað raunveruleg valdahlutföll. En engu að síður kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós þegar þetta er skoðað í svona samhengi.Alveg sér á báti er ráðuneyti Benedikts Gröndal, minnihlutastjórn sem sat 15. okt 1979 – 8. feb. 1980. Annars má segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft völd sem voru í mestu samræmi við kjörfylgi í gegn um tíðina. Hann hefur átt sæti í öllum ríkisstjórnum frá 1980 og af valdastuðlinum má ráða að samstarfsflokkarnir hafa borið meira úr býtum og meira en kjörfylgið (lýðræðið) gaf tilefni til.Þetta er, eins og áður sagði, alls ekki tæmandi ef reikna á út völd, ég geri mér fulla grein fyrir því. En þetta er samt áhugavert, finnst ykkur ekki?

Dónalegi diplómatinn

Nakinn maður norpaði undir vegg,

nú kalla þeir hann saurlífissegg.

Diplómat og dónakall,

dálaglega endar svall.

Syndarinnar nú sýpur dregg.


mbl.is Nakinn sendiherra kallaður heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fæddur af Maríu mey....

Fæddur af Maríu mey,

meistari, lagður í hey.

Festur á kross,

frelsaði oss.

Upprisinn býr nú í Burnley.


mbl.is Jesús býr í Burnley
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða efni eru ávanaefni?

Hvaða efni skyldu það hafa verið þessi ávanaefni sem ökumaðurinn neytti.
mbl.is Ók undir áhrifum ávana- og fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nektarleikfimi

 Ekki mæti ég.

Engar konur og ef þær væru með færi allt úr böndunum.

Ekki get ég armbeygjurnar tekið,

ekki get ég hrist mig eða skekið.

Í æðum mér blóð,

ólgar sem glóð.

Svo stálhart er viljaþrekið.
mbl.is Berrassaðir í líkamsrækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bráða feminismi

Fannst að morgni, föl og bleik,

fólksins kæra hafmeyja.

Blessuð konan er bara veik,

af bráða feminisma.


mbl.is Litla hafmeyjan máluð bleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá er ekki dauður úr öllum æðum.

Hvernig hefði frétt af föður á sjötugsaldri hljómað? 

Danskur maður á eftirlaundum, 61 árs að aldri eignaðist barn í gær. Barnið fæddist á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Fréttavefur danska blaðsins Berlinske Tidende greindi frá þessu. Sá er ekki dauður úr öllum æðum.

Er í raun einhver mundur á þessu?


mbl.is Danskur eftirlaunaþegi eignaðist barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða tungumál ætli verði notað

Valgerður hefur vakið athygli fyrir heldu óþjála ensku í ræðum sínum erlendis. Kannski liggur tækifærið á fyrirhuguðum fundi í þeirri staðreynd, að í Suður Afríku eru ellefu opinber tungumál: Afrikaans, English, IsiZulu, IsiXhosa, SiSwati, Ndebele, Southern Sotho, Northern Sotho, Tsonga, SeTswana og Venda.

Íslenska er okkar mál,

enska eitt af tungum hans.

Skyldi Valla segja ál,

á SiSwati eða Afrikaans.


mbl.is Utanríkisráðherrar S-Afríku og Íslands funda á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband