Valdastuðull stjórnarflokkanna í ríkisstjórnum Íslands 1963-2006

Stjórnmálaflokkar virðast öðlast mismikil völd eftir kosningar og stundum finnst manni sem þau séu í litlu samræmi við fylgi þeirra. Hvert er lýðræði við stjórnarmyndanir á Íslandi?

Á þessu tímabilinu 1963- 2006 hafa verið haldnar 12 kosningar á Íslandi og í áranna rás hafa komið fram fjölmörg framboð. Sum hafa náð nokkru fylgi en önnuð fengið minni hljómgrunn meðal kjósenda. Á myndinni má sjá fylgi stjórnmálaflokka og sérframboða á þessu árabili.

fylgi

Þegar kemur að stjórnarmyndun eru völd sem stjórnmálaflokkar öðlast, oftar en ekki í algjöru ósamræmi fylgi þeirra. Til að sýna þetta myndrænt bjó ég til mælieiningu sem ég kalla valdastuðul stjórnmálaflokka

V= R/K

þar sem R er hlutfall ráðherra í ríkisstjórn og K er kjörfylgi. Þetta lítur svona út myndrænt.

valdastuðull 

 

Ekki er tekið tillit til hvaða flokkur hlýtur forsætisráðuneytið og skekkir það auðvitað raunveruleg valdahlutföll. En engu að síður kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós þegar þetta er skoðað í svona samhengi.Alveg sér á báti er ráðuneyti Benedikts Gröndal, minnihlutastjórn sem sat 15. okt 1979 – 8. feb. 1980. Annars má segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft völd sem voru í mestu samræmi við kjörfylgi í gegn um tíðina. Hann hefur átt sæti í öllum ríkisstjórnum frá 1980 og af valdastuðlinum má ráða að samstarfsflokkarnir hafa borið meira úr býtum og meira en kjörfylgið (lýðræðið) gaf tilefni til.Þetta er, eins og áður sagði, alls ekki tæmandi ef reikna á út völd, ég geri mér fulla grein fyrir því. En þetta er samt áhugavert, finnst ykkur ekki?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband