24.2.2007 | 10:48
Hvernig eru hópar þrengdir?
Ég las þessa grein og reyndi að átta mig á hvernig hópar eru þrengdir. Var engu nær eftir lesturinn. Skyldist að til stæði að fækka í hópnum.
Þær eru orðnar nokkuð algengar ambögurnar, sérstaklega í íþróttafréttunum.
Heilt yfir vorum við betri.
Við tókum þá á.
Hann lét markmanninn verja frá sér.
Sigurður Ragnar þrengir hópinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2007 | 13:01
Er það ráðlegt í ljósi frétta frá Moskvu
Fiðurfé á ný í Húsdýragarðinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2007 | 23:55
Vitnað í landbúnaðarráðherra Íslands
Í þessari frétt er vitnað í hæstvirtan landbúnaðarráðherra Íslands. Einhverra hluta vegna verður til ákveðin mynd í huga mér í hvert sinn sem hann tjáir sig.
Kyssti einu sinni kú,
kostaði fréttaskvaldur.
Út úr henni, talar nú,
eins og fyrir galdur.
Enn spurt hvort Ísland muni falla frá stuðningi við Íraksstríð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2007 | 18:56
Tvískinnungur landsmanna eða....
Ber þessi frétt vitni tvískinnungs landans? Ég var að velta þessu fyrir mér.
Höldum að holdið sé veikt.
Höfum við klámhunda beygt?
Auglýst er íslenska daman,
einnar nætur sem gaman,
kaupum svo blátt og bleikt.
Hætt við klámráðstefnu hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2007 | 18:13
Pólitískt litróf
Það verður vandi að velja í vor. Ég er aðeins farinn að kanna valkostina og verð að segja að þetta verður ekki auðvelt.
Sjálfstæðir brosa siðblindir,
sundurklofnir frjálslyndir.
Fornmennska aðall framsóknar,
fylkjast saman græningjar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 11:27
Bíllinn líður.....
Árni Johnsen sagði í fréttum í gær að höfn í Bakkafjöru væri kostur tvö í samgöngumálum eyjamanna, veggöng undir eyjasund væru númer eitt, tvö og þrjú.
Bíllinn líður, undir eyjasund,
um glæstar ægisdyr.
Fleyin stoltu, liðin stund,
sigldu, áður léttan byr.
Hugmynd um jarðgöng lifir góðu lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 23:25
Ég býð mig fram
Ég elska hinn gullna hring
hástöfum klámvísur syng;
bón eina bið,
bloggaralið,
kjósið nú lóminn á þing.
Klámþing verður haldið hér á landi í næsta mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2007 | 23:35
Af hverju eru fyrirtækin aldrei nafngreind í svona málum
Af hverju eru fyrirtæki þessara manna aldrei nafngreind þannig að fólk geti varast að eiga viðskipti við þau. Ég vildi persónulega mikið frekar vita um hvaða fyrirtækjum þessir menn stýrðu heldur en mörg önnur brot.
Stuldur á virðisauka og staðgreiðslu starfsfólks er mjög alvarlegur hlutur og með nafnbirtingu getur fólk varast að eiga viðskipti við þessa menn.
Skilorðsbundið fangelsi og há sekt fyrir skattalagabrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.2.2007 | 09:37
Takk fyrir frábært mót, nú geta allir losað
Hvernig á að skilja svona frétt.
Var öll karlþjóðin svona upptekin af mótinu að ekkert annað komst að eða formlega auglýst að nú, eftir vel heppnað heimsmeistaramót, væri rétt að allir legðust á eitt um að búa til framtíðar knattspyrnulið sem gæt tekið þátt fyrir hönd Þýskalands árið 2022 eða 2026.
Von á mörgum börnum í Þýskalandi í apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2007 | 15:58
Trúarjátningin í ljósi hvorugkyns Biblíunnar
Velti fyrir mér hvernig hin postullega trúarjátning mun hljóma.
Postulleg trúarjátning Ég trúi á Guð, foreldri almáttugtt, skapara himins og jarðar. Ég trúi á Jesú Krist, þess einkabarn, Drottin vorn,sem getið er af heilögum anda,fætt af Maríu mey, pínt á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfest, dáið og grafið, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna,situr við hægri hönd Guðs, foreldri almáttugs,og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju,samfélag heilagra,fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsinsog eilíft líf. Amen.
Biblía 21. aldarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)