Færsluflokkur: Dægurmál
21.3.2007 | 00:34
Framtíðarlandið - grænt teboð
Held ég, að varla geti legið efi á, að nýtt grænt framboð til hægri í pólitísku litrófi íslenskra stjórnmála sé til þess fallið að marka sín spor í sögu þjóðarinnar. Það er bara til þess fallið að grafa undan öðrum framboðum sem hafa markað stefnu í þessum málum og komið þeim á dagskrá í stjórnmálaumræðunni. Og þar á ég ekki við græna fálka sjálfstæðisflokksins og nýjar ályktanir framsóknarflokksins.
Stefnu grandið, úlfúð andið, engum stoð,
fleyi strandið, flokka hnoð,
Framtíðarlandið grænt teboð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2007 | 22:51
Trjáræktarsetur sjávarbyggða í Vestmannaeyjum
Á Alþingi í gær, var tekin til 2. umræðu þingsályktunartillaga um trjáræktarsetur í sjávarbyggðum í Vestmannaeyjum. Þetta þykir hið mesta þarfamál og kannski ekki vitlausara en hvað annað sem bryddað hefur verið upp á í byggðamálum.
Mér datt þetta í hug:
Sunnanmenn til sín taka létu,
sjávarbyggðum trárækt hétu.
þaraskóga þekkja,
þöngulhausa blekkja,
í skóginum safn um Hans og Grétu.
Um tillöguna er hægt að fræðast hér
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2007 | 18:23
Dónalegi diplómatinn
Nakinn maður norpaði undir vegg,
nú kalla þeir hann saurlífissegg.
Diplómat og dónakall,
dálaglega endar svall.
Syndarinnar nú sýpur dregg.
Nakinn sendiherra kallaður heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007 | 15:32
Fæddur af Maríu mey....
Fæddur af Maríu mey,
meistari, lagður í hey.
Festur á kross,
frelsaði oss.
Upprisinn býr nú í Burnley.
Jesús býr í Burnley | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2007 | 11:32
Hvaða efni eru ávanaefni?
Ók undir áhrifum ávana- og fíkniefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2007 | 18:52
Nektarleikfimi
Ekki mæti ég.
Engar konur og ef þær væru með færi allt úr böndunum.
Ekki get ég armbeygjurnar tekið,
ekki get ég hrist mig eða skekið.
Í æðum mér blóð,
ólgar sem glóð.
Svo stálhart er viljaþrekið.Berrassaðir í líkamsrækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2007 | 00:43
Bráða feminismi
Fannst að morgni, föl og bleik,
fólksins kæra hafmeyja.
Blessuð konan er bara veik,
af bráða feminisma.
Litla hafmeyjan máluð bleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2007 | 17:47
Sá er ekki dauður úr öllum æðum.
Hvernig hefði frétt af föður á sjötugsaldri hljómað?
Danskur maður á eftirlaundum, 61 árs að aldri eignaðist barn í gær. Barnið fæddist á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Fréttavefur danska blaðsins Berlinske Tidende greindi frá þessu. Sá er ekki dauður úr öllum æðum.
Er í raun einhver mundur á þessu?
Danskur eftirlaunaþegi eignaðist barn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2007 | 23:59
Hvaða tungumál ætli verði notað
Valgerður hefur vakið athygli fyrir heldu óþjála ensku í ræðum sínum erlendis. Kannski liggur tækifærið á fyrirhuguðum fundi í þeirri staðreynd, að í Suður Afríku eru ellefu opinber tungumál: Afrikaans, English, IsiZulu, IsiXhosa, SiSwati, Ndebele, Southern Sotho, Northern Sotho, Tsonga, SeTswana og Venda.
Íslenska er okkar mál,
enska eitt af tungum hans.
Skyldi Valla segja ál,
á SiSwati eða Afrikaans.
Utanríkisráðherrar S-Afríku og Íslands funda á þriðjudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 26.2.2007 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2007 | 10:48
Hvernig eru hópar þrengdir?
Ég las þessa grein og reyndi að átta mig á hvernig hópar eru þrengdir. Var engu nær eftir lesturinn. Skyldist að til stæði að fækka í hópnum.
Þær eru orðnar nokkuð algengar ambögurnar, sérstaklega í íþróttafréttunum.
Heilt yfir vorum við betri.
Við tókum þá á.
Hann lét markmanninn verja frá sér.
Sigurður Ragnar þrengir hópinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)