Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.3.2007 | 00:34
Framtíðarlandið - grænt teboð
Held ég, að varla geti legið efi á, að nýtt grænt framboð til hægri í pólitísku litrófi íslenskra stjórnmála sé til þess fallið að marka sín spor í sögu þjóðarinnar. Það er bara til þess fallið að grafa undan öðrum framboðum sem hafa markað stefnu í þessum málum og komið þeim á dagskrá í stjórnmálaumræðunni. Og þar á ég ekki við græna fálka sjálfstæðisflokksins og nýjar ályktanir framsóknarflokksins.
Stefnu grandið, úlfúð andið, engum stoð,
fleyi strandið, flokka hnoð,
Framtíðarlandið grænt teboð.
14.3.2007 | 22:51
Trjáræktarsetur sjávarbyggða í Vestmannaeyjum
Á Alþingi í gær, var tekin til 2. umræðu þingsályktunartillaga um trjáræktarsetur í sjávarbyggðum í Vestmannaeyjum. Þetta þykir hið mesta þarfamál og kannski ekki vitlausara en hvað annað sem bryddað hefur verið upp á í byggðamálum.
Mér datt þetta í hug:
Sunnanmenn til sín taka létu,
sjávarbyggðum trárækt hétu.
þaraskóga þekkja,
þöngulhausa blekkja,
í skóginum safn um Hans og Grétu.
Um tillöguna er hægt að fræðast hér
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2007 | 00:45
Valdastuðull stjórnarflokkanna í ríkisstjórnum Íslands 1963-2006
Stjórnmálaflokkar virðast öðlast mismikil völd eftir kosningar og stundum finnst manni sem þau séu í litlu samræmi við fylgi þeirra. Hvert er lýðræði við stjórnarmyndanir á Íslandi?
Á þessu tímabilinu 1963- 2006 hafa verið haldnar 12 kosningar á Íslandi og í áranna rás hafa komið fram fjölmörg framboð. Sum hafa náð nokkru fylgi en önnuð fengið minni hljómgrunn meðal kjósenda. Á myndinni má sjá fylgi stjórnmálaflokka og sérframboða á þessu árabili.
Þegar kemur að stjórnarmyndun eru völd sem stjórnmálaflokkar öðlast, oftar en ekki í algjöru ósamræmi fylgi þeirra. Til að sýna þetta myndrænt bjó ég til mælieiningu sem ég kalla valdastuðul stjórnmálaflokka
V= R/K
þar sem R er hlutfall ráðherra í ríkisstjórn og K er kjörfylgi. Þetta lítur svona út myndrænt.
Ekki er tekið tillit til hvaða flokkur hlýtur forsætisráðuneytið og skekkir það auðvitað raunveruleg valdahlutföll. En engu að síður kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós þegar þetta er skoðað í svona samhengi.Alveg sér á báti er ráðuneyti Benedikts Gröndal, minnihlutastjórn sem sat 15. okt 1979 8. feb. 1980. Annars má segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft völd sem voru í mestu samræmi við kjörfylgi í gegn um tíðina. Hann hefur átt sæti í öllum ríkisstjórnum frá 1980 og af valdastuðlinum má ráða að samstarfsflokkarnir hafa borið meira úr býtum og meira en kjörfylgið (lýðræðið) gaf tilefni til.Þetta er, eins og áður sagði, alls ekki tæmandi ef reikna á út völd, ég geri mér fulla grein fyrir því. En þetta er samt áhugavert, finnst ykkur ekki?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2007 | 23:35
Af hverju eru fyrirtækin aldrei nafngreind í svona málum
Af hverju eru fyrirtæki þessara manna aldrei nafngreind þannig að fólk geti varast að eiga viðskipti við þau. Ég vildi persónulega mikið frekar vita um hvaða fyrirtækjum þessir menn stýrðu heldur en mörg önnur brot.
Stuldur á virðisauka og staðgreiðslu starfsfólks er mjög alvarlegur hlutur og með nafnbirtingu getur fólk varast að eiga viðskipti við þessa menn.
Skilorðsbundið fangelsi og há sekt fyrir skattalagabrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.2.2007 | 21:28
Velkominn frjálslyndi Íslendingur
Hann hefur kastað öllum syndum á bak við sig. Kemur hvítþveginn úr Framsóknarflokknum, gamli kommin og er tekið fagnandi eins og öllum frjálslyndum Íslendingum.
Fagnar öllum frjálslyndum,
til flokksins dreggja.Kastað hefur kommasyndum,
Kristinn sleggja.
Kristinn H. Gunnarsson velkominn til liðs við frjálslynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2007 | 17:35
Hvernig skyldi þessum málum vera háttað á Íslandi
Hvernig skyldi þetta vera hér á landi. Ég er nokkuð viss að útkoman yrði svipuð ef gerð væri samsvarandi könnun á Íslandi. Ég verð nú að játa að ég hef komið með penna heim í vasanum úr vinnunni og er nokkuð viss að ef ég leita hér heima þá finni ég penna sem er þaðan kominn. Ætli það eigi ekki við um flesta.
Kannski hefur verið gerð svona könnun hér.
35% Dana stela frá vinnuveitendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2007 | 23:37
Fyrsta færsla
Hafi hver sitt háttalag,
hófs er best að gæta,
hofmóðugir herramenn,
heiminn ekki bæta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.2.2007 kl. 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)